Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa
66°NORÐUR SS19 Myndaþáttur partur I

Út fyrir bæjarmörkin

Myndaþáttur

Í þriðju myndaseríu 66°Norður í Kaupmannahöfn beinist áherslan að því hvernig fatnaðurinn sem við notum dagsdaglega, getur nýst til útivistariðkunar í frítíma okkar, og ber því myndaþátturinn nafnið "Út fyrir bæjarmörkin". 

Þótt íslensk náttúra sé að vissu leyti frábrugðin þeirri dönsku, þá eigum við það þó sameiginleg  að við þurfum ekki að leita langt yfir skammt til að komast í tæri við fallega náttúru til útivistariðkunar. 

Fatnaðurinn okkar þarf því að geta mætt fjölbreyttum kröfum, því allir eiga að geta notið hvers kyns útivistar í þægilegum og réttum fatnaði.

Sumarlínan

Sumarlínan, sem spilar aðalhlutverk í myndaseríunni, dregur innblástur sinn frá íslensku útivistinni, sjónum, náttúrunni og þeim umhverfisbreytingum sem að plastið í sjónum hefur á hana. Línan samanstendur af flíkum sem gerðar eru úr umhverfisvænum efnum. Sem dæmi má taka sérstakt efni sem að brotnar niður náttúrulega, polyester úr endurunnum flöskum, og svo Seaqual efnið sem að ofið er út endurunnu plasti sem safnað er úr sjónum.

Í grunninn leggjum við ávallt áherslu á að framleiða endingargóðan og nytsamlegan fatnað sem hlífir okkur við hvers kyns ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem fylgja því að vera utandyra - hvort sem það er úti í náttúrunni, eða einfaldlega þegar við sinnum okkar daglegu erindum í borginni.

Fis Jacket

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar..

Hönnun Fis jakkans dregur innblástur sinn frá "Fis línu" 66°Norður sem fór upprunalega í sölu í kringum 1992. Fis jakkinn er einstaklega léttur, pakkast vel í tösku og er því virkilega þægilegur að ferðast með. Nú hefur jakkinn verði endurvakinn í nýrri hönnun og í nýju efni, en þó með beinar tilvísanir í upprunalegu hönnunina.

Einnig á mynd: Grandi Zip-off buxur, væntanlegar.

Öxi Jacket

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Léttur og hlýr jakki með PrimaLoft® Gold einangrun á bol og í kraga. PrimaLoft® Gold er ótrúlega mjúkt og létt en heldur vel hita auk þess sem það er vatnsfráhrindandi og því er þessi jakki tilvalin flík á köldum degi. Bolurinn er með filmu í fóðrinu sem að endukastar hita aftur að líkamanum. Axlir, ermar og hliðarstykkin eru úr Polartec ® Power Stretch® efni sem að teygist á fjóra vegu. Það heldur léttum hita og dregur raka frá líkamanum. Efnið er hannað til að teygjast auðveldlega en ná fljótt aftur fyrri lögun og hentar þannig vel fyrir krefjandi hreyfingu. 

Einnig á mynd: Snæfell Technostretch Jakki.⁣

Fis Jacket

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Hönnun Fis jakkans dregur innblástur sinn frá "Fis línu" 66°Norður sem fór upprunalega í sölu í kringum 1992. Fis jakkinn er einstaklega léttur, pakkast vel í tösku og er því virkilega þægilegur að ferðast með. Nú hefur jakkinn verði endurvakinn í nýrri hönnun og í nýju efni, en þó með beinar tilvísanir í upprunalegu hönnunina.

Einnig á mynd: Grandi fötuhattur

Hornstrandir Bibs

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Tæknilegar smekkbuxur úr GORE-TEX® Pro™. Buxurnar eru hannaðar fyrir sérstaklega erfið skilyrði og langvarandi og mikla notkun. Þær eru vatns- og vindheldar og anda vel. Allir saumar eru límdir og er styrking í efni á álagssvæðum

Einnig á mynd: Tangi bolur, væntanlegur.

Borgir Jakki

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Stílhreinn jakki sem hentar vel dagsdaglega. Jakkinn er úr vatnsfráhrindandi GORE-TEX INFINIUM efni, sem andar einstaklega vel, er teygjanlegt og virkilega þægilegt viðkomu.

Einnig á mynd: Snæfell Technostretch Jakki.

Snæfell Jakki

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Hágæða, tæknilegur jakki úr Polartec® NeoShell®. Vatns- og vindheldur með einstaka öndunareiginleika. Frábær útivistajakki með 10.000 mm vatnsheldni og mikla öndun þannig að enginn raki myndast að innanverðu. Vegna öndunar í gegnum vasa, sérmótaða olnboga og þess að jakkinn er síðari að aftan en framan hentar jakkinn vel í alla hreyfingu svo sem skíði, göngur, hjólreiðar og klifur. Kortavasi á vinstri ermi, vasi að innanverðu og snúrugöng í faldi og hettu. Der á hettu til þægindarauka en hettan er sérmótuð þannig að hún skerðir ekki sjónsviðið. Snæfell jakkinn fékk ISPO verðlaunin árið 2011 fyrir frábæra hönnun

Einnig á mynd: Klambratún hálfrenndur bolur og stuttbuxur.

Nes Frakki

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Léttur frakki fyrir fjölbreyttar veðuraðstæður. Frakkinn kemur með fjarlægjanlegu innra vesti, sem gerir manni kleyft að bæta við og fjarlægja einangrun eftir hitastiginu. Frakkinn hentar því einstaklega vel til heilsársnotkunar, hvort sem það rignir yfir sumartímann, eða snjóar yfir vetrartímann.

Slippurinn Peysa

Væntanleg.

Klassísk háskólapeysa gerð úr lífrænni bómull og með bróderað sjómannamerki á bringu. Merkið er bróderað með marglitum tvinna til að tákna litbrigði sjávarbotnsins.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK