Go to content
Innskráning
66°NORÐUR SS19 Myndaþáttur partur II

Út fyrir bæjarmörkin

Myndaþáttur

Í þriðju myndaseríu 66°Norður í Kaupmannahöfn beinist áherslan að því hvernig fatnaðurinn sem við notum dagsdaglega, getur nýst til útivistariðkunar í frítíma okkar, og ber því myndaþátturinn nafnið "Út fyrir bæjarmörkin". 

Þótt íslensk náttúra sé að vissu leyti frábrugðin þeirri dönsku, þá eigum við það þó sameiginleg  að við þurfum ekki að leita langt yfir skammt til að komast í tæri við fallega náttúru til útivistariðkunar. 

Fatnaðurinn okkar þarf því að geta mætt fjölbreyttum kröfum, því allir eiga að geta notið hvers kyns útivistar í þægilegum og réttum fatnaði.

Sumarlínan

Sumarlínan, sem spilar aðalhlutverk í myndaseríunni, dregur innblástur sinn frá íslensku útivistinni, sjónum, náttúrunni og þeim umhverfisbreytingum sem að plastið í sjónum hefur á hana. Línan samanstendur af flíkum sem gerðar eru úr umhverfisvænum efnum. Sem dæmi má taka sérstakt efni sem að brotnar niður náttúrulega, polyester úr endurunnum flöskum, og svo Seaqual efnið sem að ofið er út endurunnu plasti sem safnað er úr sjónum.

Í grunninn leggjum við ávallt áherslu á að framleiða endingargóðan og nytsamlegan fatnað sem hlífir okkur við hvers kyns ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem fylgja því að vera utandyra - hvort sem það er úti í náttúrunni, eða einfaldlega þegar við sinnum okkar daglegu erindum í borginni.

Vatnajökull Primaloft Vesti

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Létt og einstaklega hlýtt vesti sem hentar jafnt í fjallaferðir og ferðir innanbæjar. Vestið er hægt að nota eitt og sér eða undir skel sem auka einangrun í mjög vondum veðrum eða fjallaferðum. Vestið er einangrað með PrimaLoft® Gold Insulation örtrefjafyllingu sem er ótrúlega mjúk og létt auk þess að vera vatnsfráhrindandi

Einnig á mynd: Klambratún rennd peysa og Reykjavík buxur.

Klambratún hálfrennd peysa

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Sportleg og flott hálfrennd peysa sem sækir innblástur í arfleifð 66°Norður frá tíunda áratugnum. Peysan er úr REPREVE efni, sem er tæknilegt efni unnið úr endurunnu hráefni. Efnið er teygjanlegt, mjúkt og heldur sér vel.

Einnig á mynd: Klambratún stuttbuxur og Dyngju húfa.

Laugardalur léttur jakki

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Sportlegur og flottur jakki sem sækir innblástur í arfleifð 66°Norður frá tíunda áratugnum. Jakkinn er úr vindheldu og vatnsfráhrindandi efni.

Einnig á mynd: Grandi hettupeysa, Reykjavík buxur og 66°Norður sokkar.

Nes Frakki

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Léttur frakki fyrir fjölbreyttar veðuraðstæður. Frakkinn kemur með fjarlægjanlegu innra vesti, sem gerir manni kleyft að bæta við og fjarlægja einangrun eftir hitastiginu. Frakkinn hentar því einstaklega vel til heilsársnotkunar, hvort sem það rignir yfir sumartímann, eða snjóar yfir vetrartímann.

Einnig á mynd: 66°Norður mittistaska, 66°Norður íþróttataska og Reykjavík buxur.

Esja Dry Fast T-shirt

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Léttur bolur sem gerður er úr DryFast efni sem þornar hratt og andar mjög vel. 

Einnig á mynd: Jón Fisherman's beanie, Grandi fötuhattur, 66°North belti og Grandi stuttermaheilgalli.

Laugardalur léttur jakki

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Sportlegur og flottur jakki sem sækir innblástur í arfleifð 66°Norður frá tíunda áratugnum. Jakkinn er úr vindheldu og vatnsfráhrindandi efni.

Einnig á mynd: Tangi stuttbuxur (væntanlegt), Grandi fötuhattur.

Klambratún rennd peysa

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Sportlegur og flottur flísjakki sem sækir innblástur í arfleifð 66°Norður frá tíunda áratugnum. Jakkinn er úr REPREVE efni, sem er tæknilegt efni unnið úr endurunnu hráefni. Tveir renndir vasar að framan. Einnig fást buxur í stíl.

Bankastræti Coat

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Létt kápa í vindheldu og vatnsfráhrindandi efni, með net að innan fyrir aukin þægindi. Kápan er í klassísku sniði og skreitt mynstri sem er innblásið af sjávarflóru Íslands. 

Einnig á mynd: Snæfell Dryfast hálfrenndur bolur

Snæfell Technostretch flíspeysa

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Létt og þægileg technostretch flíspeysa með hettu sem hentar við margskonar tilefni enda í klassísku og einföldu sniði. Peysan er með sérmótaða hettu sem fylgir eftir hreyfingu og skerðir því ekki sjónsviðið. Efnið i peysunni er mjög umhverfisvænt en það brotnar niður að fullu í náttúrunni og er að auki með mjög góða öndun og vatnsfráhrindandi. Tveir renndir vasar að framan og snúrugöng aftan á hettu

Einnig á mynd: Eldborg pants

Slippurinn Peysa

Smellið á myndina til að skoða vöru nánar.

Klassísk háskólapeysa gerð úr lífrænni bómull og með bróderað sjómannamerki á bringu. Merkið er bróderað með marglitum tvinna til að tákna litbrigði sjávarbotnsins.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK