Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa

 

 Soulland og 66°Norður hafa nú í annað sinn tekið höndum saman og hannað vörulínu. Hún samanstendur af 12 vörum, flíkum og aukahlutum og er viðbót við skeljakkana sem komu út í fyrrahaust.


Soulland er fatamerki frá Kaupmannahöfn sem var stofnað fyrir um 12 árum af Silas Adler yfirhönnuði merkisins. Vörur þeirra má í dag finna í mörgum af helstu tískuverslunum heims. Soulland hefur unnið mörg skemmtileg samstarfsverkefni undanfarið með merkjum eins og t.d. Nike þar sem þeir gerðu strigaskó og fatnað. 

Vörulínan fer í sölu á fimmtudaginn, 5. október kl. 17 í vefverslun og verslun okkar á Laugavegi 17-19.

“Það er heiður að koma með aðra vörulínu í samstarfi við 66°Norður. Við höfum getað sett áherslu á sameina sterkt vörumerki og þekkingu 66°Norður við forvitnina sem við höfum að leiðarljósi hjá Soulland” – Silas Adler, Soulland CD

Við erum mjög spennt fyrir nýju vörulínu Soulland meets 66°North en þetta er önnur línan sem við gerum í samstarfi við Soulland. Þetta sam­starf er dæmi um hvernig við erum stöðugt að þró­ast og vinna með framúrsk­ar­andi efni. Við rek­um okk­ar eig­in verk­smiðjur í Lett­landi sem ger­ir okk­ur kleift að þróa og fram­leiða jakka sem þessa sem eru tækni­lega mjög flókn­ir í fram­leiðslu. Jakk­arn­ir eru byggðir á Snæ­fell og Hvanna­dals­hnjúk jökk­un­um okk­ar sem voru m.a. þróaðir í sam­vinnu við und­an­fara í björg­un­ar­sveit.“ - Helgi Rún­ar Óskars­son, for­stjóra 66°Norður . 

 

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK