Go to content
Innskráning

Sölvhóll

Sölvhóll

Ný vörulína úr íslensku lambaskinni með sjálfbærni að leiðarljósi.

Sölvhóll vörulínan samanstendur af hágæðavörum, sem allar eru handgerðar á Íslandi og fást í takmörkuðu upplagi. Vörurnar voru hannaðar með sjálfbærni og endurnýtingu í forgrunni þar sem mikil áhersla var lögð á að fullnýta allt hráefni. Í línunni er búið að sameina íslenska lambaskinnið og 3-laga efni sem er vatns- og vindhelt og hentar því frábærlega fyrir íslenskar aðstæður.  

Í meira en árþúsund hefur íslenska sauðkindin þraukað í öfgakenndu veðri og einangrun vítt og breitt um landið. Með tímanum hefur sauðkindin þróað með sér sérstaka tegund af ull sem er einstaklega vel til þess fallin að þola kulda og vætu. Órjúfanleg bönd eru á milli Íslendinga og sauðkindarinnar, meðal annars þar sem ullargæran var eini hlífðarfatnaður Íslendinga þar til nútímaefni litu dagsins ljós á 20. öldinni. Til þess að fullnýta allt hráefni er mikilvægt að virða og nýta gæruna sem fellur til við sauðfjárræktun á sem bestan hátt.

„66°Norður er með þessari línu að vinna með arfleifð sína og að þakka sögunni, ef svo má að orði komast. Við erum að heiðra minningu mokkaskinnsjakka sem margir kannast svo við. Líklegast fyrst framleiddur í kringum stríðsárin úr íslenskri gæru en fyrirtækið hefur sökkt sér niður í sögu jakkans og leitað heimilda víða, þá mest í myndum og frásögnum. Okkur þykir líklegt að Sölvhóll hafi fyrst verið gerður fyrir hafnarverkamenn. Þá var þetta vaxborinn jakki með gæruskinni innan í. Skinnið entist svo vel að menn komu aftur með það í 66°Norður og létu sauma nýja jakka yfir.“

Sunneva, sérfræðingur og ráðgjafi við hönnun jakkans.

Sölvhóll úlpa

Sölvhóll úlpan er handgerð á Íslandi í mjög takmörkuðu magni. Innra byrðið er gert úr mjúku íslensku lambaskinni sem heldur á þér hita. Ytra byrðið er gert úr þriggja laga vatnsheldu efni með límdum saumum. Hægt er að klæðast lambaskinninu og ytra laginu hvoru fyrir sig og er því flíkin þrjár yfirhafnir í einni. Vatnshelt (að lágmarki 20.000 mm.) öndunarefni (8.000 MVP). Efni: 100% pólýester.

Sölvhóll dömukápa

Sölvhóll dömukápan er þriggja laga skel með lambaskinnskraga (sem taka má af) sem hægt er að hafa upp í háls eða leggja niður. Á kápunni eru tvær gerðir af mittisbeltum, annað þeirra í gömlum stíl og hitt til þess að brjóta upp yfirbragð flíkurinnar. Handgerð á Íslandi í takmörkuðu upplagi.

Sölvhóll jakki

Sölvhóll jakkinn er þriggja laga skel með lambaskinnskraga sem taka má af. Hugmyndin er sótt í sögulegan og endingargóðan vinnufatnað Íslendinga. Áherslan er á fjölnota, hlýja flík með fimm vösum og stillanlegum spælum á ermunum. Sölvhóll jakkinn er handgerður á Íslandi í mjög takmörkuðu magni.

Sölvhóll mittistaska

Sölvhóll mittistaskan var hönnuð til þess að nýta afganginn af lambaskinninu úr framleiðslu á Sölvhóls úlpunni. Að breyta þessum afgöngum í aðra endingargóða gæðavöru er einn liður í því að auka sjálfbærni í framleiðslunni. Sölvhóll mittistaskan er handgerð á Íslandi í mjög takmörkuðu magni. 

Sölvhóll Kerrupoki

Ein af óvenjulegri hefðum okkar Íslendinga er að láta ungbörn sofa úti í frísku lofti í barnavagni. Þau sofa vært í hlýjum loðfóðruðum kerrupokum. Kerrupokinn Sölvhóll er mjög nútímaleg útfærsla fyrir þessa aldagömlu hefð. Innra byrðið er gert úr mjúku íslensku lambaskinni sem heldur á barninu hita. Ytra byrðið er gert úr þriggja laga vatnsheldu efni með lokuðum saumum og veitir þannig mikla einangrun fyrir köldu lofti umhverfis kerruna.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK