Go to content
Innskráning

Snæfell Neoshell

Snæfell Neoshell

Snæfell Neoshell er klassískur útivistarjakki með 10.000 mm vatnsheldni og einstaka öndunareiginleika. Mikilvægt er að skeljakkar hafi góða öndun, þar sem hindrun rakasöfnunar á innanverðum jakkanum er lykilatriði í að halda einstaklingnum sem honum klæðist þurrum. Jakkinn er framleiddur í Polartec Neoshell sem er eitt fremsta efnið hvað öndun varðar á markaðinum.

Um Snæfell

Snæfell Neoshell er klassískur útivistarjakki með 10.000 mm vatnsheldni og einstaka öndunareiginleika. Mikilvægt er að skeljakkar hafi góða öndun, þar sem hindrun rakasöfnunar á innanverðum jakkanum er mikilvægur þáttur í að halda einstaklingnum sem honum klæðist þurrum.

Jakkinn er framleiddur í Polartec Neoshell efni sem er eitt fremsta efnið á markaðinum þegar kemur að teygjanleika og öndunareiginleikum.

Vatns- og vindheldur
Látlaus hönnun
Fjölbreytt notagildi
Einstakir öndunareiginleikar

Vatns- og vindheldur

Látlaus hönnun

Fjölbreytt notagildi

Sérmótuð hetta með deri

Einstakir öndunareiginleikar

Teygjanlegt efni

Hentar fyrir allar árstíðir.

Einfaldur, klassískur og þægilegur.

Hönnun jakkans er látlaus og sígild, en vegna öndunar í gegnum vasa, sérmótaða olnboga og þess að jakkinn er síðari að aftan en framan hentar jakkinn vel í alls kyns hreyfingu, allt árið um kring.

Jakkinn fékk ISPO verðlaunin árið 2011, en verðlaunin eru veitt á alþjóðlegum vettvangi fyrir vörur sem sameina notkun tæknilegra efna og framúrskarandi hönnun.

Hentar fyrir allar árstíðir.

Hönnun jakkans er látlaus og sígild, en vegna öndunar í gegnum vasa, sérmótaða olnboga og þess að jakkinn er síðari að aftan en framan hentar jakkinn vel í alls kyns hreyfingu, allt árið um kring. Jakkinn fékk ISPO verðlaunin árið 2011, en verðlaunin eru veitt á alþjóðlegum vettvangi fyrir vörur sem sameina notkun tæknilegra efna og framúrskarandi hönnun.

Eiginleikar

 • Vatnsheldur (minnst 10.000 mm).
 • Einstök öndun, engin rakasöfnun, í kringum 30.000g/m2/24h.
 • Vindheldur.
 • Allir saumar eru límdir.
 • Sérmótuð hetta sem byrgir ekki sýn og með deri. Hægt að vera með hjálm undir.
 • Aukaloftun í gegnum vasa.
 • Sérmótaðir olnbogar fyrir góða hreyfigetu.
 • Jakkinn er síðari að aftan en að framan.
 • Kortavasi á vinstri ermi.
 • Renndur innanverður vasi og snúrugöng í faldi.
 • Polartec® NeoShell®: 53% Nylon, 47% Polyester.
Enginn raki, innan sem utan.

Polartec Neoshell

Snæfell er framleiddur úr Polartec Neoshell, sem á síðustu árum hefur rutt sér til rúms sem eitt þægilegasta efni í skeljakka á markaðinum.

Í áraraðir hefur útivistarheimurinn lagt ríka áherslu á nota efni sem veita mikla vörn gegn regni í skeljakka, en þess í stað lagt minni áherslu á efni sem anda vel. Sú þróun er afleiðing þess að öndun fatnaðar var vanalega talin koma niður á heildar vatnsheldni flíkunnar. Hins vegar hafa nýstárleg efni, líkt og Polartec Neoshell, komið inn á markaðinn á síðustu árum og endurskilgreint samband vatnsheldni og öndunnar.

Líkt og algengustu skelefnin á markaðinum þá er Neoshell® sterkt og endist vel með réttri umhirðu, en munurinn liggur þó fyrst og fremst í yfirburðum Neoshell® efnisins þegar kemur að loftflæði og teygjanleika. Efnið er byggt upp þannig að loft flæðir auðveldlega í gegn og hreyfigeta er mikil, þræðirnir eru ofnir með teygju og veita þér því frelsi til að hreyfa þig að vild.

Polartec Neoshell er vatnshelt upp að 10.000 mm sem er að vitaskuld minna en vatnsþéttustu efnin á markaðinum. Þar verður þó að hafa í huga að mikilvægt er að skelfatnaður hafi góða öndun, þar sem hindrun rakasöfnunar á innanverðum flíkunum getur reynst alveg jafn mikilvæg Því er hægt að vera í Neoshell flíkum heilan dag í útivist, án þess að hafa frekari afskipti af fatnaðinum, á meðan fatnaður úr vatnsheldari efnum getur krafist þess að huga þarf að lagskiptingunni yfir daginn til þess að aðlagast hitastigi og úrkomu.

Þess vegna hentar Neoshell einstaklega vel í fatnað sem að nota skal jafnt í byl og í borg.

Einstök öndun

Ótakmörkuð hreyfigeta

Lipurt efni sem skrjáfar ekki

Polartec Neoshell

Í áraraðir hefur útivistarheimurinn lagt ríka áherslu á nota efni sem veita mikla vörn gegn regni í skeljakka, en þess í stað lagt minni áherslu á efni sem anda vel. Sú þróun er afleiðing þess að öndun fatnaðar var vanalega talin koma niður á heildar vatnsheldni flíkunnar. Hins vegar hafa nýstárleg efni, líkt og Polartec Neoshell, komið inn á markaðinn á síðustu árum og endurskilgreint samband vatnsheldni og öndunnar.

Líkt og algengustu skelefnin á markaðinum þá er Neoshell® sterkt og endist vel með réttri umhirðu, en munurinn liggur þó fyrst og fremst í yfirburðum Neoshell® efnisins þegar kemur að loftflæði og teygjanleika. Efnið er byggt upp þannig að loft flæðir auðveldlega í gegn og hreyfigeta er mikil, þræðirnir eru ofnir með teygju og veita þér því frelsi til að hreyfa þig að vild.

Polartec Neoshell er vatnshelt upp að 10.000 mm sem er að vitaskuld minna en vatnsþéttustu efnin á markaðinum. Þar verður þó að hafa í huga að mikilvægt er að skelfatnaður hafi góða öndun, þar sem hindrun rakasöfnunar á innanverðum flíkunum getur reynst alveg jafn mikilvæg Því er hægt að vera í Neoshell flíkum heilan dag í útivist, án þess að hafa frekari afskipti af fatnaðinum, á meðan fatnaður úr vatnsheldari efnum getur krafist þess að huga þarf að lagskiptingunni yfir daginn til þess að aðlagast hitastigi og úrkomu.

Þess vegna hentar Neoshell einstaklega vel í fatnað sem að nota skal jafnt í byl og í borg.

Einstök öndun
Ótakmörkuð hreyfigeta
Lipurt efni sem skrjáfar ekki
Leiðsögumaður

Sigurður Bjarni

"Snæfell jakkinn er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar kemur að útivist á Íslandi. Ég vel hann framar öðru þegar ég er að fara í krefjandi göngur, ferðir á jökli eða þar sem ég þarf að verja mig fyrir vindi en halda í mikla öndunareiginleika. Jakkinn er sveigjanlegur og léttur, ég vel hann oft í hversdagsleikan útaf þægindum og útliti."

Atvinnukona í fótbolta

Elín Metta

"Snæfell er bæði mjög þægilegur og virkilega flottur. Hann er í raun ekki eins og hefðbundinn útivistarjakki, mér finnst hann mjög smart, sérstaklega þar sem ég get verið í honum við ansi margt. Ég er mikið í honum þegar ég er að skjótast eitthvað innanbæjar og hef ég satt að segja notað hann einna mest þannig. Sömuleiðis hef ég notað hann í gönguferðum og þar heldur hann vindi mjög vel!“

Jarðfræðingur

Helga Kristín

"Snæfell jakkinn er ein af uppáhalds vörunum mínum frá 66°Norður og sennilega mest notaða flíkin líka. Hann býður upp á svo mikla fjölbreytni og er fullkominn allan ársins hring.

Mér finnst frábært hvað Neoshell efnið í honum er teygjanlegt og gefur vel eftir, sem er ekki sjálfgefið fyrir vatnshelda jakka. Því er auðvelt að fara í þykkar peysur eða jakka eins og Öxi eða Ok innanundir sem er til dæmis gott á veturna. Sniðið á jakkanum er líka mjög klæðilegt og fer öllum vel. Jakkinn skrjáfar ekki eins og margir útivistarjakkar og pakkast auðveldlega saman til að hafa í göngubakpokanum. Ég mæli alltaf með Snæfell jakkanum fyrir einstaklinga sem leita til mín og eru að feta sín fyrstu spor í útivistamennsku og veit ekki hvað það eigi að kaupa í þessum hafsjó af útivistarbúnaði. Snæfell jakkinn kemur þér langt og er einfaldlega skyldueign!"

Spretthlaupari

Ari Bragi

“Eftir að hafa hlaupið úti í næstum öllum veðrum sem Ísland hefur upp á að bjóða hefur Snæfell reynst mér hvað best. Það að jakkinn andi vel og þoli allt það álag sem hlaupin mín krefjast er allt sem ég bið um auk þess að hann veitir mér svigrúm til þess að hreyfa mig hratt án þess að tosa mig til.”

Leiðsögumaður

Sigurður Bjarni

"Snæfell jakkinn er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar kemur að útivist á Íslandi. Ég vel hann framar öðru þegar ég er að fara í krefjandi göngur, ferðir á jökli eða þar sem ég þarf að verja mig fyrir vindi en halda í mikla öndunareiginleika. Jakkinn er sveigjanlegur og léttur, ég vel hann oft í hversdagsleikan útaf þægindum og útliti."

Atvinnukona í fótbolta

Elín Metta

"Snæfell er bæði mjög þægilegur og virkilega flottur. Hann er í raun ekki eins og hefðbundinn útivistarjakki, mér finnst hann mjög smart, sérstaklega þar sem ég get verið í honum við ansi margt. Ég er mikið í honum þegar ég er að skjótast eitthvað innanbæjar og hef ég satt að segja notað hann einna mest þannig. Sömuleiðis hef ég notað hann í gönguferðum og þar heldur hann vindi mjög vel!“

JARÐFRÆÐINGUR

Helga Kristín

Snæfell jakkinn er ein af uppáhalds vörunum mínum frá 66°Norður og sennilega mest notaða flíkin líka. Hann býður upp á svo mikla fjölbreytni og er fullkominn allan ársins hring.

Mér finnst frábært hvað Neoshell efnið í honum er teygjanlegt og gefur vel eftir, sem er ekki sjálfgefið fyrir vatnshelda jakka. Því er auðvelt að fara í þykkar peysur eða jakka eins og Öxi eða Ok innanundir sem er til dæmis gott á veturna. Sniðið á jakkanum er líka mjög klæðilegt og fer öllum vel. Jakkinn skrjáfar ekki eins og margir útivistarjakkar og pakkast auðveldlega saman til að hafa í göngubakpokanum. Ég mæli alltaf með Snæfell jakkanum fyrir einstaklinga sem leita til mín og eru að feta sín fyrstu spor í útivistarmennsku og veit ekki hvað það eigi að kaupa í þessum hafsjó af útivistarbúnaði. Snæfell jakkinn kemur þér langt og er einfaldlega skyldueign!

Spretthlaupari

Ari Bragi

“Eftir að hafa hlaupið úti í næstum öllum veðrum sem Ísland hefur upp á að bjóða hefur Snæfell reynst mér hvað best. Það að jakkinn andi vel og þoli allt það álag sem hlaupin mín krefjast er allt sem ég bið um auk þess að hann veitir mér svigrúm til þess að hreyfa mig hratt án þess að tosa mig til.”

Hugað að smáatriðum

Hönnun og snið jakkans hefur verið í sífelldri þróun í yfir áratug en Snæfell, og fyrirrennarar hans, hafa verið með vinsælustu skeljarjökkum okkar í langa tíð.

Það sem er sérstakt við Snæfell er að jakkinn er með fáa sauma, þrátt fyrir tæknilegt snið jakkans. Það gerir það að verkum að áhætta á leka í gegnum saum er lágmörkuð, sniðið fellur einkar vel að líkamanum og fullnýting hráefnisins er hámörkuð. Snæfell Neoshell er hannaður í almennum stærðum og mælum við því með að panta þá stærð sem þið eruð vön að nota.

Umhirða

Mælt er með því að þvo Snæfell reglulega í þvottavél, en með slíkri umhirðu endist efnið og eiginleikar þess á sem besta veg. Sama gildir um aðrar flíkur úr Polartec® NeoShell®. Mælt er með því til þess að sporna gegn uppsöfnun óhreininda og fitu sem safnist fyrir innan í jakkanum með reglulegri notkun. Ef slík óhreinindi eru látin liggja í efninu geta þau haft áhrif á gæði vatnsheldu filmu jakkans og minnkað getu hans til að verjast vatni.

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir skelfatnað, en venjuleg mild sápa er einnig í lagi. Rennið upp öllum rennilásum og tæmið alla vasa. Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni. Ekki má setja jakkann í þurrhreinsun. Eftir þvott, hengið þá jakkann til þerris, eða setjið í þurrkara við mjög lágt hitastig.

Ábyrgð

Snæfell Neoshell jakkinn, ásamt öllum vörum 66°Norður, uppfyllir ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.

Athuga skal að mikilvægt er að skeljarflíkur séu séu þvegnar reglulega til að viðhalda eiginleikum sínum og fellur ófullnægjandi umhirða ekki undir framleiðsluábyrgð.

Hugað að smáatriðum

Það sem er sérstakt við Snæfell er að jakkinn er með fáa sauma, þrátt fyrir tæknilegt snið jakkans. Það gerir það að verkum að áhætta á leka í gegnum saum er lágmörkuð, sniðið fellur einkar vel að líkamanum og fullnýting hráefnisins er hámörkuð. Snæfell Neoshell er í almennum stærðum og mælum við því með að panta þá stærð sem þið eruð vön að nota.

Umhirða

Mælt er með því að þvo Snæfell reglulega í þvottavél, en með slíkri umhirðu endist efnið og eiginleikar þess á sem besta veg. Sama gildir um aðrar flíkur úr Polartec® NeoShell®. Mælt er með því til þess að sporna gegn uppsöfnun óhreininda og fitu sem safnist fyrir innan í jakkanum með reglulegri notkun. Ef slík óhreinindi eru látin liggja í efninu geta þau haft áhrif á gæði vatnsheldu filmu jakkans og minnkað getu hans til að verjast vatni.

Þvottur

Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir skelfatnað, en venjuleg mild sápa er einnig í lagi. Rennið upp öllum rennilásum og tæmið alla vasa. Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni. Ekki má setja jakkann í þurrhreinsun. Eftir þvott, hengið þá jakkann til þerris, eða setjið í þurrkara við mjög lágt hitastig.

Ábyrgð

Snæfell Neoshell jakkinn, ásamt öllum vörum 66°Norður, uppfyllir ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.

Athuga skal að mikilvægt er að skeljarflíkur séu séu þvegnar reglulega til að viðhalda eiginleikum sínum og fellur ófullnægjandi umhirða ekki undir framleiðsluábyrgð.

Snæfell Neoshell

Skelbuxur

Snæfell Neoshell buxurnar eru síðasta púslið í útivistarsettið. Buxurnar fylgja sömu hugsjón og jakkinn, þ.e.a.s. látlaus og klassísk hönnum sem styður fjölbreytt notagildi.

Vatnsheldir rennilásar eru á skálmum upp að hnjám með stormlista að innanverðu, framleiddar úr Polartec Neoshell, innbyggt belti og teygja í mitti og svo riflás við ökkla og styrkingar í faldi. Breydd skálmanna ætti að passa yfir flesta skíðaskó.

Snæfell Neoshell buxur

Snæfell Neoshell buxurnar eru síðasta púslið í útivistarsettið. Buxurnar fylgja sömu hugsjón og jakkinn, þ.e.a.s. látlaus og klassísk hönnum sem styður fjölbreytt notagildi. Vatnsheldir rennilásar eru á skálmum upp að hnjám með stormlista að innanverðu, framleiddar úr Polartec Neoshell, innbyggt belti og teygja í mitti og svo riflás við ökkla og styrkingar í faldi. Breydd skálmanna ætti að passa yfir flesta skíðaskó.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK