Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa

Með vindinn í andlitið

Að skíða er ekki bara góð hreyfing heldur líka skemmtilegt sport sem allir geta tekið þátt í, ungir sem aldnir, byrjendur og lengra komnir. Skíðakappinn og tónlistamaðurinn Jón Jónsson fór í viku skíðaferð með fjölskyldunni til Austurríkis. Við fengum að spurja Jón nokkrar vel valdnar spurningar um ferðina.

Hvað er skemmtilegast við að fara í skíðaferð?

Það er svo ótrúlega gaman hvað allir geta tekið þátt í snilldinni. Sama hvort það er 3 ára dóttir mín eða tengdamóðir mín sem fagnaði sextugs afmæli sínu ytra, allir geta rennt sér og haft gaman. Svo er eitthvað svo dásamlegt við það að finna vindinn í andlitið, þjóta niður brekkuna og upplifa frelsistilfinninguna. Svo er líka gaman að hreyfa sig allan daginn því þá er hver einasta máltíð svo verðskulduð og koddinn ljúfur þegar maður leggst á hann og steinrotast klukkan hálftíu að kvöldi.

Ertu góður á skíðum?

Ég er alls ekki góður á skíðum en ég þori í allar brekkur og það þarf enginn að bíða eftir mér. En stíllinn er bara ekki upp á marga fiska.

Hvert fórstu í skíðaferð og hversu lengi?

Ég fór ásamt fríðu föruneyti í viku til Saalbach-Hinterglemm í Austurríki.

Var kalt?

Kanntu annan? Það verður engum kalt í 66°Norður.

Hvað þarf að hafa í huga þegar maður undirbýr sig fyrir skíðaferð?

Það skiptir auðvitað máli að muna eftir öllum fötunum frá 66°N, skíðunum og jólamatnum þegar maður fer svona yfir hátíðarnar. En mestu máli skiptir að muna eftir góða skapinu enda þarf maður að vera í einstaklega góðu jafnvægi andlega til að njóta frelsisins sem fylgir skíðaiðkuninni til fulls.

Alberto Tomba í miklu uppáhaldi

Hver er uppáhalds skíðamaðurinn/konan þinn/þín?

Kristinn Björnsson er auðvitað í miklu uppáhaldi hér heima en hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Alberto Tomba hefur hælana.

Hver er fyrirmynd þín þegar kemur að klæðnaði á skíðum?

Ég myndi segja að það væri Hafdís Björk, eiginkona mín. Hún hefur einfaldan og fágaðan stíl þar sem notagildi og fagurfræði mætast í mjaðmamjúkri skíðasveiflu.

Leigðirðu skíði eða tókstu þau með?

Ég var svo heppinn að fá glæný skíði frá HEAD rétt áður en lagt var í hann.

Ullin er lykilatriði

Hverju mælir þú með að vera í á skíðum?

Básar, föðurlandið frá 66°N, er algjör lykill enda hefur það reynst vel um aldir alda að hafa ullina þétt upp að líkamanum. Það veitir manni líka frelsi til að vera í léttum og þægilegum klæðum í ofanálagi.

 

Varstu að vinna með lagskiptingu í klæðnaði?

Ég myndi segja að ég hafi verið mjög nálægt því að breyta nafninu mínu í Lárus og vera þannig kallaður Lalli layer. Kosturinn við lagskipt klæði er óneitanlega sá að þá er alltaf auðvelt að stilla af sitt eigið hitastig í útivistinni. Þannig gat ég kíkt á veðurspánna hverju sinni og valið lögin eftir henni. Heilt yfir var ég að vinna með tvö lög fyrir neðan mitti og þrjú að ofan. Áðurnefndir Básar klæddu mig frá ökkla upp í háls og Snæfellið sá svo um að skýla leggjum. Að ofan vann ég með Vatnajökul, primaloft-vesti, sem millilag og svo sá létta og fallega skelin, Hvannadalshnjúkur, um að halda inni hitanum og halda úti snjó, vind og öðru sem gæti haft áhrif á almenna vellíðan. Á kaldasta deginum skellti ég mér í Byl, hina mögnuðu ullarpeysu sem engann hefur svikið, hvort heldur sem það er skíðabrekka í Austurríki eða grasbrekka í Herjólfsdal.

Fötin sem þau klæddust

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK