Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa
Anton Jónas Illugason

SH717 Guðmundur Jensson

Myndir og texti eftir Anton Jónas Illugason

Sjómennska

Sjómennska er atvinnugrein sem er rótgróin í íslenskri sögu samt er hún svo fjarlæg mörgum þar sem þeir einu sem fá að upplifa hana eru þeir sem stunda hana. Það reynist vera erfitt að lýsa fyrir öðrum hvernig hlutirnir virka út á sjó því þú þarft eiginlega að framkvæma þá til þess að skilja þá. Ég man frá barnsaldri þegar pabbi var að reyna að útskýra fyrir mér hvernig hlutirnir virkuðu út á sjó að það síaðist lítið inn því ég náði hausnum mínum aldrei í kringum hugtökin, það var ekki fyrr en ég réri út með honum fyrst, u.þ.b. 13 ára sem hlutirnir komust í samhengi. Þess vegna hef ég alltaf haft mikinn áhuga á því að mynda og sýna frá lífinu út á sjó, mér finnst þetta vera svo áhugaverður heimur sem allt of fáir komast nálægt. 

Guðmundur Jensson SH 717 er dragnótabátur frá Ólafsvík með 6 manna áhöfn. Útgerðin er og hefur alltaf verið fjölskyldurekin, afi stofnaði útgerð fyrst ásamt tengdaföður sínum, bróðir og fleirum en í dag er reka afi og pabbi hana saman ásamt ömmu . Áhöfnin kemur víðs vegar að af nesinu, flestir frá Ólafsvík en einn úr Grundarfirði og annar frá Stykkishólmi. Guðmundur er dagróðra bátur sem þýðir að yfirleitt er haldið út á miðin snemma á morgnanna og komið í höfn að kveldi til. Megin uppistaða aflans á Guðmunds er bolfiskur og koli.

Drifkraftur

Það sem ég elska við sjómennskuna er kúltúrinn, þessi drifkraftur sem fleytir mönnum áfram. Það er ekkert til í henni sem heitir að gefast upp, menn verða einfaldlega bara að redda sér. Stundinar á milli halana eru yfirleitt þær sem ég kann að meta best, þegar menn setjast niður og ræða öll málefni á milli himins og jarðar yfir góðum kaffibolla. Hvort sem það er enski boltinn, bæjarmálin eða það sem er að gerast á alþinginu þá eru flestir búnir að mynda sér skoðun og tilbúnir í umræðuna.

Flest allir sjómenn sem ég hef kynnst í gegnum tíðina eru harðduglegir og úrræðagóðir menn sem eru yfirleitt þeir fyrstu til að bjóða fram hjálparhönd þegar eftir henni er óskað, hvort sem það er að setja upp auglýsingaskilti á fótboltavöllinn í skíta roki og rigningu eða smíða saman geymsluskúr í sjómannagarðinum þá virðist ekki vera mikið vandamál að smala saman í hóp til þess að klára verkið af. Það eitt og sér sýnir hvernig menn sjómennskan elur af sér.

"Það eitt og sér sýnir hvernig menn sjómennskan elur af sér"

Sterkur karakter

Mér finnst oft litið framhjá sjómönnunum sjáfum þegar talað er um sjómennskuna. Vondu aðstæðurnar, viðveran eða aflinn virðist oftast vera aðal efniviðurinn en þeir bera að geyma sterkan karakter sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar út í lífið.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK