Go to content
Innskráning

Jökla Parka

Hönnuð fyrir kulda og erfiðar aðstæður.

Jökla parka er gerð fyrir mikinn kulda og erfiðar aðstæður. Ytra lag Jökla er úr hágæða Cordura efni sem er einstaklega sterkt og endingargott efni. Á hettu er skinnkantur úr silfurrefsfeldi sem kemur frá Finnlandi. Úlpan er einangruð eins og best verður á kosið, með 90% 800 fill power gæsa dún og 10% fjöðrum.

Einangrun

 800 Fill Power - VET vottaður hvítur gæsadúnn. 90% dúnn / 10% fjaðrir.

Feldur

Silfurrefsfeldur á hettu frá Saga Fur í Finnlandi.

Skelefni

Sérlega slitsterk Cordura fabric skel (76% Nylon / 24% Polyurethane)

Annað

Vatnsheldni 9.000 mm.

MTVR 10.000g/m2/24h.

Skel: 76% Nylon / 24% Polyurathane.

Jökla parka er gerð fyrir mikinn kulda og erfiðar aðstæður

Eiginleikar

 • Sérlega slitsterk Cordura fabric skel (76% Nylon / 24% Polyurethane).
 • Einangruð með vottuðum þýskum 800 fill gæsadún, 90% dúnn og 10% fjaðrir.
 • Silfurrefsfeldur á hettu frá Saga Fur í Finnlandi.
 • Hægt er að renna feldinum af hettunni.
 • Tvöfaldur rennilás framan á úlpunni.
 • Endurskin á ermum og baki.
 • Hettu er hægt að stilla að utan með 3 böndum.
 • Dömu úlpuna er hægt að þrengja í mittið með böndum.
 • Vatnsheldni 9.000 mm.
 • MTVR 10.000g/m2/24h.
 • Skel: 76% Nylon / 24% Polyurathane.
 • Einangrun: 800 Fill Power - VET vottaður hvítur gæsadúnn. 90% dúnn / 10% fjaðrir.

Fimmtán vasar

 • Átta vasar á framverðri úlpunni. Tveir þeirra eru með vatnsheldum rennilás.
 • Tveir vasar á vinstri ermi. Efri vasinn er lokaður með smellu en sá neðri með rennilás.
 • Sjö vasar á innanverðri úlpunni. Einn er lokaður með rennilás, þrír lokaðir með frönskum rennilás og einn opinn vasi fyrir farsíma.

Jökla Parka í daglegu lífi

Benjamin Hardman, ljósmyndari

"The Jökla parka has long been my go to jacket for travelling in both Iceland and the Arctic. With its tough and waterproof fabric and thick lining, it’s been a trustworthy companion for my work as a photographer in these remote and freezing areas, especially in the winter season."

Heiðar Logi, atvinnumaður á brimbretti

"Ég tek jöklu með mér næstum allt. Sama hvort það sé til að stökkva inn í ískaldan bíl að vetri til, nýbúinn að sörfa í sjónum eða bara þegar ég vill njóta þess að vera úti og langar að vera viss um að vera hlýtt. Jökla er go-to úlpan mín frá 66° Norður."

Valgerður Árnadóttir, atvinnukona í stangveiði

Fluguveiðar eru Völu í blóð bornar, en því áhugamáli fylgir óneitanlega löng ferðalög í leit að bestu ánum. Jökla Parka spilar því mikilvægt hlutverk í að gera Völu kleyft til að stunda áhugamálið sitt án þess að hafa áhyggjur af óútreiknanlegu íslensku veðri.

Ása Steinarsdóttir, Ljósmyndari

"Ég kynntist 66°Norður á svipuðum tíma og áhugi minn fyrir ljósmyndun byrjaði, en á þeim tíma  var ég byrjuð að eyða sífellt meiri tíma í hvers kyns útivist. Í kjölfarið upplifði ég hvers kyns veður við þurfum að glíma við hér á landi og 66°Norður var alltaf merkið sem mér langaði til að vera í í slíkum aðstæðum - fyrst og fremst út af gæðunum á fatnaðinum og að merkið er íslenskt."

Jakob Jakobsson, Arkitekt

Jakob bjó í eitt ár í Sisimut á Grænlandi með fjölskyldunni sinni, en á þeim tíma notaði hann Jöklu Parka óspart í hin ýmsu verk, hvort sem það var til að sækja son sinn í leikskólann eða ferðast um Grænland.

Arctic Trucks

Arctic Trucks teymið notar Jöklu Parka í ferðum sínum á Suður Pólinn.

Snið og umhirða

Ábyrgð

Vörur 66°Norður uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini

Snið

Klassískt parka snið en athugið að Jökla er síðari en það sem mætti kallast klassísk parka úlpa.

Umhirða

 • Þvoið í þvottavél við 30°C með fljótandi sápu sérstaklega fyrir dún.
 • Takið skinnkanntinn af áður en úlpan er þvegin.
 • Lokið öllum vösum og rennilásum.
 • Ekki nota mýkingarefni eða önnur efni sem innihalda bleikingarefni.

 

 • Þurrkið í þurrkara á lágum hita ásamt tennisbolta til þess að berja dúninn í sundur. 
 • Eftir um klukkustund í þurrkara er best að snúa úlpunni við.
 • Heildarþurrkunartími getur verið um 2-4 klst háð stærð úlpunnar.
 • Athugið að litir geta dofnað eftir þvott. 
Karlar 1/1

Jökla

159.000 ISK
Konur 1/1

Jökla

159.000 ISK

Fleiri úlpur og parka sem þú gætir haft áhuga á:

Karlar 1/5
Karlar 2/5

Þórsmörk

89.000 ISK
Karlar 3/5
Karlar 4/5
Konur 5/5

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK