Go to content
Innskráning

Flot línan

Flot línan
Sjálfbær lína innblásin af sjófataafleifðinni okkar

66°Norður var stofnað fyrir næstum 100 árum. Hvatinn að stofnun fyrirtækisins var sá að framleiða klæðnað sem verndaði þá sem sóttu sjóinn. Klæðnaður sjómanna var oftar en ekki spurning um líf og dauða þegar tók að kólna og hvessa á miðunum. Í dag leggur fyrirtækið áherslu á sjálfbærni og því má segja að hvatinn á bak við starfsemi fyrirtækisins frá stofnun, sem var sá að vernda sjómenn, hafi nú þróast í það að vernda jörðina næstu 100 árin.

Flot línan sækir innblástur í arfleifðina og byggir á gamalli hönnun á björgunarfatnaði, svokölluðum flotjakka og flotgalla. Línan er framleidd úr Seaqual efni, en það er úr 100% endurunnu polyester garni sem er búið til úr plasti sem hirt hefur verið af sjávarbotni. Þessi nýja lína sameinar því fortíð og framtíð tæknilegs hlífðarfatnaðs hjá 66°Norður.

Nafn línunnar er tilvísun í flotjakkann og flotgallann sem við framleiddum áður. Nýja línan byggir í raun að stórum hluta á eingangruninni úr þeim flíkum, en þær eru vatteraðar og léttar. Flot línan samanstendur af kápu, samfestingi, skyrtujakka og vesti.

 

Rætur okkar liggja í hönnun og framleiðslu á vinnu- og sjófatnaði. Í Flot línunni sameinum við þá arfleifð og aukna áherslu okkar á sjálfbærni og notagildi í fatnaði sem hentar lífstílnum hér á norðurslóðum.
Flot Kápa

Flot kápan er síð í sniði og sækir innblástur í einangrunarlag björgunarfatnaðs sem 66°Norður framleiddi áður fyrr. Kápan er framleidd úr Seaqual, sem er úr 100% endurunnu polyester. Appelsínugul hettan er vísun í björgunarfatnaðinn. Hettan er með stórum endurskinsborða og hægt er að smella hettunni af. Tveir stórir vasar að framan með smellum.

1/1

Flot

69.000 ISK
Flot heilgalli

Flot heilgallinn, líkt og kápan, sækir innblástur í einangrunarlag björgunarfatnaðs sem 66°Norður framleiddi áður fyrr. Vísað er í hönnun upprunalega gallans með endurgerð þvottamiðans sem er staðsettur á framanverðum samfestingnum.

Gallinn er framleiddur úr Seaqual, sem er úr 100% endurunnu polyester. Gul hettan og belti í mitti eru vísanir í hlífðarlag björgunarfatnaðarins. Hettan er með stórum endurskinsborða og hægt er að smella hettunni af. Tveir stórir vasar að framan.

1/1
Flot Jakki

Flot jakkinn sækir í arfleifð 66°Norður og byggir á gamalli hönnun á björgunarfatnaði. Jakkinn er framleiddur úr sama endurunna Seaqual efni og restin af Flot línunni, en bíður upp á notkun sem viðbótar einangrun innan undir aðrar flíkur. Jakkinn er með tvo vasa að framan.

1/1

Flot

49.000 ISK
Aðrar vörur úr línunni
1/1

Flot

35.000 ISK

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK