Go to content
Innskráning

Flíkur fá nýtt líf

Síðustu vikur höfum við þróað nýja línu þar sem hefðbundnar hettupeysur og fleira úr línunni hafa fengið nýtt líf.

Með þessu viljum við undirstrika að það þarf ekki alltaf að kaupa allt nýtt og það má almennt hugsa betur út í hvernig hægt er að breyta og endurnýta hluti, en gera þá samt spennandi.

Myndirnar tók Óli Magg.

„Fyrir þessa línu langaði mig til að gera þetta grafískt með mikið af litum. 66°Norður lógóið þekkja allir Íslendingar og langaði mig til þess að brjóta það aðeins upp og ögra lógóinu með því t.d. að taka tvær peysur og sameina þær þannig að þær passi samt ekki alveg saman. Í öðrum flíkum er sjálfri flíkinni ekki breytt en við lékum okkur með að sauma Kríuna á mismunandi staði.“

-Bergur Guðnason

 

Takmarkað upplag

Mikil vinna er á bak við hverja flík og engar tvær eru eins, en það reyndist nokkuð tímafrekt að taka peysur í sundur og setja svo saman aftur.  Allt var þetta unnið á saumastofu okkar í Garðabæ.

Verkefnið verður kynnt í verslun okkar á Laugavegi kl. 17-19 á fimmtudaginn. Um er að ræða mjög takmarkað upplag.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK