Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa
Klæddu af þér kuldann

Fatnaður í brekkuna

Það er mikilvægt að allir séu vel búnir áður en haldið er á skíði og besta leiðin til þess er fyrst og fremst að passa upp á að klæða sig réttum lögum og sömuleiðis að velja réttu flíkurnar. Þannig verður þér ekki of kalt né of heitt og getur skíðað allan daginn án þess að veita því meiri athygli.

Hvert einasta lag á að vera tæknilegt, geta andað vel og haldið hita. Hér fyrir neðan förum við yfir það hvernig best er að klæða sig og hvernig flíkum við mælum með fyrir skíðaiðkun.

Vinsælar flíkur

Vatnajökull Primaloft Jakki

Léttur, hlýr og fjölnota jakki. Heldur á þér hita án þess að bæta mikilli þyngd eða hindra hreyfingu.

Snæfell Skeljakki

Virkilega léttur og þægilegur skeljakki. Snæfell bíður upp á einstaka öndunareiginlega og hentar því mjög vel til notkun á skíðum.

Snæfell Skeljarbuxur

Léttar og þægilegar buxur skelbuxur sem bjóða upp á einstaka öndunareiginlega. Skálmar passa yfir bæði skíða- og snjóbrettaskó.

Primaloft Skíðasokkar

Þykkir og mjúkir skíðasokkar með primaloftþráðum. Sokkarnir eru einstaklega hlýir vegna primaloft þráðanna auk þess sem þeir þorna hratt og draga raka frá húðinni.

Langjökull Vettlingar

Hlýir og góðir hanskar fyrir veturinn. Ytra byrði úr Nyloni og Pittard leður í lófa. Einangraðar með PrimaLoft fyllingu og fóðraðar með Polartec® Power Stretch®

Langjökull Lúffur

Mjög hlýjar lúffur. Ytra byrði úr Nyloni og Pittard leður í lófa. Einangraðar með PrimaLoft fyllingu og fóðraðar með Polartec® Power Stretch®

Básar Ullarbolur

Hlýr og meðfærilegur ullarbolur úr 100% mjúkri Merino ull. Básar bolurinn er einstaklega hentugur sem innsta lag þar sem fátt veitir betri hlýju en Merino ullin.

Básar Ullarbuxur

Léttar aðsniðnar ullarnærbuxur úr 100% mjúkri Merino ull. 

Haltu hita í brekkunum

Leiðarvísir að því hvernig skal klæða sig í rétt lög.

Grunnlag - til að halda húðinni þurri og hleypa svita út frá líkamanum. Grunnlag er þunnt, lipurt og á að liggja þétt að líkamanum og einangra. Þegar húðin er þurr á líkaminn auðveldara með að halda sínu náttúrulega hitastigi.

Miðlag - til að geyma loft, þetta lag er aðal hitaeinangrunin. Miðlagið verður að anda vel og veita svita frá grunnlagi út. Dæmi um miðlag eru t.d. ullar- og flísflíkur.

Einangrun - geymir meira loft en miðlag og er því töluvert hlýrra. Þetta er dúnn eða fiberefni eins og Primaloft. Þetta getur verið vesti eða jakki/úlpa sem hægt er að fara í innundir skelina eða nota í stuttum pásum utan yfir skelina. Margir slíkir jakkar eru gerðir úr vatnsfráhrindandi efnum, en eru ekki full vatnsheldir og því ekki nóg sem ysta lag þegar snjórinn er blautur, eða þegar verið er að skíða í heilan dag.

Ysta lag - er skelin sem verndar innri lögin tvö fyrir veðri, vindi og úrkomu. Til að loka ekki svitann inni í innri lögum viljum við að skelin hafi góða öndun.

Grunnlag

Básar hálfrenndur ullarbolur

Hlýr og léttur ullarbolur úr 100% Merino ull.  Merino ullin hefur sérlegan eiginleika til að halda líkamanum þurrum og hlýjum. Allir saumar eru stungnir til að koma í veg fyrir að þeir erti húðina.  Léttur rennilás að framan sem gefur kost á auka öndun. Veldur ekki kláða.  

Fyrir börnin: Valhöll

Miðlag

Vík rennd peysa

Létt, aðsniðin og einstaklega þægileg peysa úr Polartec® Power Stretch®Pro efni. Hægt er að nota jakkann hvort tveggja sem nærfatnað og sem miðlag. Tveggja sleða rennilás að framan. Tveir vasar að framanverðu. Polartec® Power Stretch® efnið er einstaklega létt, teygist á fjóra vegu, þornar fljótt auk þess sem það andar vel. 

Fyrir börnin: Loki flíspeysa

Einangrun

Vatnajökull vesti

Létt og einstaklega hlýtt vesti sem hentar jafnt í fjallaferðir og ferðir innanbæjar. Vestið er hægt að nota eitt og sér eða undir skel sem auka einangrun í mjög vondum veðrum eða fjallaferðum. Vestið er einangrað með PrimaLoft® Gold Insulation örtrefjafyllingu sem er ótrúlega mjúk og létt auk þess að vera vatnsfráhrindandi. 

Fyrir börnin: Primaloft jakki

Ystalag

Kaldbakur jakki

Hágæða, tæknilegur jakki úr GORE-TEX® Paclite™, sem er léttasta skeljar efnið frá GORE-TEX. Vatns- og vindheldur upp að 28.000 mm og með góða öndun, en jakkinn er með loftop á baki úr endurskini. Hægt er að pakka saman hettunni inn í kraga jakkans og taka hana út þegar á henni er þörf. Jakkinn pakkast virkilega vel saman og rúmast þar af leiðandi vel fyrir í bakpoka eða öðrum farangri.

Fyrir börnin: Rán jakki

 

Básar ullarbuxur

Hlýjar og léttar ullarbuxur úr 100% Merino ull.  Merino ullin hefur sérlegan eiginleika til að halda líkamanum þurrum og hlýjum. Allir saumar eru stungnir til að koma í veg fyrir að þeir erti húðina.  Léttur rennilás að framan sem gefur kost á auka öndun. Veldur ekki kláða.  

Fyrir börnin: Valhöll buxur

Vík flísbuxur

Léttar, aðsniðnar og einstaklega þægilegar buxur úr Polartec® Power Stretch®Pro efni. Hægt er að nota buxurnar hvort tveggja sem nærfatnað og sem miðlag. Polartec® Power Stretch® efnið er einstaklega létt, teygist á fjóra vegu, þornar fljótt auk þess sem það andar vel. 

Fyrir börnin: Frigg buxur

Langjökull buxur

Léttar og einstaklega hlýjar buxur. Hægt er að nota buxurnar einar og sér, eða undir skel sem auka einangrun í mjög vondu veðri eða fjallaferðum. Buxurnar eru einangraðar með PrimaLoft® Gold Insulation örtrefjafyllingu sem er ótrúlega mjúk og létt auk þess að vera vatnsfráhrindandi. 

Hornstrandir Skeljarbuxur

Tæknilegar smekkbuxur úr GORE-TEX® Pro™. Buxurnar eru hannaðar fyrir sérstaklega erfið skilyrði og langvarandi og mikla notkun. Þær eru vatns- og vindheldar og anda vel. Allir saumar eru límdir og er styrking í efni á álagssvæðum. Tveir vatnsheldir vasar með rennilás að framan sem auka einnig öndun. 

Fyrir börnin: Frosti buxur

Gott að hafa í huga

Ef kalt er í veðri er gott að hafa einangrandi lag með eins og Primaloft jakka eða vesti til að klæðast yfir miðlag, til dæmis í skíðalyftunni eða þegar tekin er pása.
Auðvitað er stundum nóg að vera bara í miðlagi eins og flíspeysu. Vík peysurnar okkar virka mjög vel sem miðlag. Þær fást bæði úr Polartec® Power Stretch ® Pro efni, sem er létt og hlýtt og þornar vel, Merled Technostretch, sem þornar fljótt og andar vel og svo en er þynnra en Power Stretch.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK