Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa
66°NORTH AW18 editorial

Frumskógur á malbiki

Ófyrirsjáanlegt votveður, kuldi og hávaðarok getur gert borgarlíf á Norðurslóðum vandasamt.
Sem betur fer vitum við orðið fátt eitt um framleiðslu á vönduðum vetrarfatnaði eftir að hafa boðið slæmu veðri birginn í rúmlega 9 áratugi. Þar af leiðandi er notagildi flíkunnar ávallt haft að leiðarljósi í framleiðsluferlinu okkar og fatnaður okkar hannaður til að veita þægindi í daglegu lífi, en jafnframt undirbúa þig fyrir hið versta slagveður.

 

Tindur Down Jacket

Tindur dúnulpa er fyllt hágæða hvítum andadún (90% dúnn/10% fjaðrir) með 800 fill power. Hún úr sterku og endingargóðu efni. Úlpan er byggð upp þannig að dúninn er hólfaður niður milli sauma og færist því ekki úr stað. Saumarnir ná ekki í gegnum efnið og því er hámarks einangrun tryggð.

Suðureyri Parka

Suðureyri úlpa er stílhrein og tæknileg hönnun sem byggir á gamla sjóstakknum. Suðureyri er úr byltingarkenndu GORE™ THERMIUM™ efni sem er ekki bara mjúkt og létt heldur eingangrar það mjög vel í vindi og léttri rigningu og heldur eiginleikum sínum þó þú svitnir. GORE™ THERMIUM™ sér til þess að hlý flík sé hlý - bæði í rigningu og snjókomu - sama hvort að þú sért í krefjandi útivist eða bara á leiðinni í vinnuna. Snúrugöng í mitti og á hettu. 

Jökla Parka

Jökla Parka er hönnuð fyrir mikinn kulda og erfiðar aðstæður. Úlpan er einangruð með 800 fill gæsadún. Á hettu er sérlega fallegur silfurrefa feldur. Jökla er parka í hæsta gæðaflokki. Jökla kemur í stórum stærðum og því ágætt að taka stærð minni en maður er vanur.

Suðureyri Anorak

Þessi flík kallast Suðureyri eftir þeim stað þar sem Sjóklæðagerðin var stofnuð árið 1926. En Suðureyri Anorak er einmitt nútíma útgáfa af klassíska sjóstakknum. Hann er úr byltingarkenndu GORE™ THERMIUM™ efni sem er ekki bara mjúkt og létt heldur eingangrar það mjög vel í vindi og léttri rigningu og heldur eiginleikum sínum þó þú svitnir. GORE™ THERMIUM™ sér til þess að hlý flík sé hlý - bæði í rigningu og snjókomu - sama hvort að þú sért í krefjandi útivist eða bara á leiðinni í vinnuna

Fáanleg bráðlega.

Askja Down Coat

Síð dúnkápa í víðu sniði. Hún er einstaklega hlý og notaleg - frábær fyrir kalda vetrarmánuði. Hún er með tvo vasa að framan og einn vasa að innanverðu. Fóðruð með VET vottuðum andadún svo hún heldur vel á þér hita. Hettan er með snúrugöngum svo hægt er að þrengja hana fyrir aukið skjól en það má einnig smella henni af.

Tindur krulluflís vesti

Hlýtt flísvesti úr Polartec® flís með Polartec® Wind Pro® efni á öxlum. Vestið er tilvalið fyrir útiveru í köldu lofti en hentar einnig vel til daglegra nota. Tveir renndir vasar að framan.

Drangajökull Parka

Glæsileg GORE-TEX® dún parka. Gore-Tex filma gerir úlpuna vatnshelda, efnið er þar að auki mjög endingargott og andar mjög vel. Úlpan er mjög hlý en þó ekki fyrirferðarmikil né þung þannig að það er auðvelt að athafna sig í henni og vera á ferðinni. Stílhrein hönnun og notagildi einkennir Drangajökul en flíkin er hönnuð með daglega notkun í óútreiknanlegu íslensku veðri í huga.

Dyngja Down Coat

Dyngja er ný síð dúnúlpa eða dúnkápa, byggð á dúnúlpu sem við framleiddum fyrst fyrir 10 árum. Dyngja er skírskotun í klassískar skíðadúnúlpur og kemur hún í fjólubláu, rauðu og brúnu. Efnið er aðeins glansandi sem gefur flíkinni skemmtilegan karakter. Flíkin er hönnuð fyrir daglegt líf í borginni eða hvers konar stúss á veturna.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK