Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa
66°NORTH AW18 editorial

Borgarlíf á Norðurslóðum

Vetrarveðrið er sjaldan langt undan á 66. breiddargráðu Norðurhvels. Af þeim sökum mega vetrarflíkur Íslendinga sjaldan vera langt undan. 

Eftir að hafa boðið slæmu veðri birginn í rúmlega 9 áratugi, þá vitum við orðið fátt eitt um framleiðslu á vönduðum vetrarfatnaði. Þar af leiðandi er notagildi flíkunnar ávallt haft að leiðarljósi í framleiðsluferlinu okkar og fatnaður okkar hannaður til að veita þægindi í daglegu lífi, en jafnframt undirbúa þig fyrir hið versta slagveður.

Dyngja Down Jacket

Dyngja er ný úlpa byggð á dúnúlpu sem við framleiddum fyrst fyrir 10 árum. Dyngja kemur í grænu, fjólubláu, rauðu, svörtu og brúnu. Efnið er aðeins glansandi sem gefur flíkinni skemmtilegan karakter. Flíkin er hönnuð fyrir daglegt líf í borginni eða hvers konar stúss á veturna. Dyngja kemur einnig sem dúnkápa og sem dúnvesti.

Askja Fleece Jacket

Askja flísjakki er nýr jakki sem hannaður er eftir klassískri flíspeysu 66°Norður. Jakkinn hentar til hvers kyns hreyfingar og útivistar. Askja kemur í 3 litum. 

Tindur Shearling Jacket

Tindur tæknileg flíspeysa úr Polartec® Wind Pro® Stretch og krulluflís. Polartec® Wind Pro® Stretch er fjórum sinnum vindþéttari en venjulegt flísefni. Teygja í snúrugöngum í faldi og kraga. Aukin öndun í gegnum hliðarvasa. Einn brjóstvasi fyrir GSM síma / ipod

Tindur Down Jacket

Tindur dúnulpa er fyllt hágæða gæsadún og er úlpan úr sterku og endingargóðu efni. Úlpan er byggð upp þannig að dúninn er hólfaður niður milli sauma og færist því ekki úr stað. Saumarnir ná ekki í gegnum efnið og því er hámarks einangrun tryggð.

Fáanleg bráðlega.

Grandi Wool Sweater

Grandi byggir á íslensku landhelgisgæslupeysunni. Hún er úr 100% ull með er því hlý og mjúk en veldur ekki kláða. Axlir eru styrktar með 100% Polyamide efni og brjóstvasinn er úr sama efni. Þægileg peysa sem sækir innblástur í vinnufataarfleifð 66°Norður. Grandi peysa er unisex og hentar því fyrir bæði kynin en athugið að hún kemur í kk stærðum

Jokla Parka

Jökla Parka er hönnuð fyrir mikinn kulda og erfiðar aðstæður. Úlpan er einangruð með 800 fill gæsadún. Á hettu er sérlega fallegur silfurrefa feldur. Jökla er parka í hæsta gæðaflokki.

Öxi Jacket

Léttur og hlýr jakki með PrimaLoft® Gold einangrun á bol og í kraga. PrimaLoft® Gold er ótrúlega mjúkt og létt en heldur vel hita auk þess sem það er vatnsfráhrindandi og því er þessi jakki tilvalin flík á köldum degi. Bolurinn er með filmu í fóðrinu sem að endukastar hita aftur að líkamanum. Axlir, ermar og hliðarstykkin eru úr Polartec ® Power Stretch® efni sem að teygist á fjóra vegu. Það heldur léttum hita og dregur raka frá líkamanum. Efnið er hannað til að teygjast auðveldlega en ná fljótt aftur fyrri lögun og hentar þannig vel fyrir krefjandi hreyfingu

Suðureyri Anorak

Þessi flík kallast Suðureyri eftir þeim stað þar sem Sjóklæðagerðin var stofnuð árið 1926. En Suðureyri Anorak er einmitt nútíma útgáfa af klassíska sjóstakknum

Snæfell Versatile Shell Jacket

Hágæða, tæknilegur jakki úr Polartec® NeoShell®. Vatns- og vindheldur með einstaka öndunareiginleika. Frábær útivistajakki með 10.000 mm vatnsheldni og mikla öndun þannig að enginn raki myndast að innanverðu. Vegna öndunar í gegnum vasa, sérmótaða olnboga og þess að jakkinn er síðari að aftan en framan hentar jakkinn vel í alla hreyfingu svo sem skíði, göngur, hjólreiðar og klifur. Kortavasi á vinstri ermi, vasi að innanverðu og snúrugöng í faldi og hettu. Der á hettu til þægindarauka en hettan er sérmótuð þannig að hún skerðir ekki sjónsviðið. Snæfell jakkinn fékk ISPO verðlaunin árið 2011 fyrir frábæra hönnun

Grandi Field Jacket

3. laga skeljakki sem hannaður er með tilvísun í vinnufatnað 66°Norður. Grandi hentar til alls kyns notkunar í daglegu lífi.

Fáanlegur bráðum.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK