Go to content
Innskráning

UM TÍMANN OG VATNIÐ

Andra Snæ þarf varla að kynna en hann er í hópi fremstu rithöfunda landsins og hefur verið öflugur málsvari fyrir íslenska náttúru og þær umhverfisbreytingar sem við stöndum frammi fyrir. Bók hans Draumalandið braut blað í umræðunni um íslenska náttúru og í nýju bókinni hans, Um tímann og vatnið, sem fjallar um loftslagsmál sem er eitt stærsta viðfangsefni sem mannkynið hefur fengið í hendurnar að kljást við.

Bækur Andra Snæs hafa komið út á fjölmörgum tungumálum og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar. Andri er jafnframt eftirsóttur fyrirlesari hér heima og erlendis og var meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands árið 2016.

Bréf til framtíðar, skrifað af Andra Snæ

Andri Snær Magnason í minningargöngunni um Ok

Um tímann og vatnið

Höfundur: Andri Snær Magnason

Á næstu hundrað árum verða grundvallarbreytingar á eðli vatns á jörðinni. Jöklar munu bráðna, yfirborð hafsins rísa og sýrustig þess breytast meira en sést hefur í 50 milljón ár. Breytingarnar snerta allt líf á jörðinni, alla sem við þekkum og alla sem við elskum. Þær eru flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið. Hvaða orð ná utan um málefni af þeirri stærðargráðu?

Í tilraun sinni til að fanga þetta víðfeðma málefni leyfir Andri Snær Magnason sér að vera bæði persónulegur og vísindalegur – fléttar sér leið að loftslagsvísindunum með ævafornum goösögnum um heilagar kýr, sögum af forfeðrum og ættingjum og viðtölum við Dalai Lama. Útkoman verður frásögn sem er ferðasaga, hemssaga og áminnig um að lifa í sátt við komandi kynslóðir.

Andri Snær braut blað í umræðunni um íslenska náttúru með bók sinni Draumalandið. Hér gerir hann atlögu að loftslagsmálunum, stærsta viðfangsefni sem jarðarbúar hafa staðið sameinaðir frammi fyrir.

Viðtal frá ráðstefnu 66°Norður um jökla í mars 2019.

Um tímann og vatnið

Nýja bókin hans Andra Snæs, Um tímann og vatnið, fjallar um loftslagsmál sem er eitt stærsta viðfangsefni sem mannkynið hefur fengið í hendurnar að kljást við.

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK