Go to content
Valmynd
Innskráning Karfa

Í tilefni af HönnunarMars hafa Tulipop og 66°Norður tekið höndum saman og hannað línu af barnafatnaði. Fatnaðurinn samanstendur af húfum, pollajökkum, hettupeysum og stuttermabolum fyrir börn frá 1 árs og upp í 14 ára.

Litrík og skemmtileg lína

Samstarfið var mjög skemmtilegt og mikill metnaður og áhugi á að gera vörulínuna sem allra flottasta. Útkoman var litrík og skemmtileg lína sem að sameinar það besta úr Tulipop og 66°Norður. Signý Kolbeinsdóttir er hönnuðurinn að Tulipop heiminum og stofnandi ásamt Helgu Árnadóttur.

Tulipop er síbreytileg og lifandi ævintýraeyja sem er að mörgu leyti innblásin af Íslandi. Meira að segja veðurfarið er svipað og hér. Hugmyndirnar fær Signý oftast þegar hún sest niður með autt blað og blýant við skrifborðið en Tulipop karakterarnir urðu til hver á fætur öðrum. Að sögn Signýjar reyndust þeir flestir skrumskældar og afbakaðar útgáfur af vinum hennar og fjölskyldu og því ljóst að innblásturinn kemur frá hennar nánasta fólki, umhverfi og lífsreynslu.

Hún segir samstarfið við 66°Norður hafi verið mjög ánægjulegt. Mikill áhugi var á verkefninu og eftirvænting í hönnunarteymum beggja aðila og ekki loku fyrir það skotið að framhald verði á samstarfinu.

Það er mikið af verkefnum framundan hjá Tulipop. Nú nýlega var teiknimyndasería sett í loftið á nýrri Tulipop rás á Youtube og hefur hún fengið frábærar viðtökur. Teiknimyndaserían verður svo sýnd á RÚV á vormánuðum. 

Hér er hægt að fylgjast með Tulipop.

Facebook.com/tulipop
Youtube.com/tulipop

 

 

66°North + Tulipop

Takk fyrir!

Þú hefur verið skráður á póstlista hjá 66°norður

You are connected to our website

Íslenska | ISK
map To change region select from the selection here to the left
Greiða
Veldu svæði
Iceland Europe North America
Veldu land
Veldu gjaldmiðil
ISK