Askja dúnkápan er framleidd úr 100% endurunnu efni sem litað er með náttúrulegu litarefni. Síð dúnkápa í víðu sniði með 800 fill - power dúnfyllingu. Hún er einstaklega hlý og notaleg - frábær fyrir kalda vetrarmánuði. Hún er með tvo vasa að framan og einn vasa að innanverðu. Fóðruð með VET vottuðum andadún svo hún heldur vel á þér hita. Hettan er með snúrugöngum svo hægt er að þrengja hana fyrir aukið skjól en það má einnig smella henni af.
Síð dúnkápa í yfirstærð. Mælt er með að taka einni stærð minna en venjulega. Fyrir konur er mælt með að taka tveimur stærðum minni en venjulega.