1/7

Askja

Product code: F3914-C900-XS-S
Síð dúnúlpa gerð úr glansandi endurunnu polyester, fyllt með endurunnum dún.
109.900 ISK
Litur
Black
Stærð XS/S
Aðeins 1 vara til á lager.

Síð dúnúlpa gerð úr glansandi endurunnu polyester, fyllt með endurunnum dún. Úlpan var fyrst kynnt í AW19 samstarfslínu GANNI og 66°Norður en hefur nú verið endurgerð í nýjum litum og með nýjum efnum. Úlpan er með vasa að framan, rennilás í fullri lengd, notalega hettu og áberandi lógó úr gúmmí.

Dúnúlpan er einangruð með endurnýttum gæsa- og andadún og er með 700 fill power. Endurnýttur dúnn er fenginn úr notuðum dún fatnaði og yfirbreiðslum, hann er síðan hreinsaður og unninn á nánast sama hátt og nýr dúnn og eru því gæðin fyrsta flokks. Með því að endurnýta dún er líftími hans lengdur í stað þess að afurðin hefði farið í landfyllingu.

Dúnvörur – þvottaleiðbeiningar: Þvoið á léttu prógrammi með mildu þvottaefni í volgu vatni, max 30°C. Mælt er með að nota fljótandi þvottaefni, notið hvorki bleikiefni né mýkingarefni. Muna að loka öllum rennilásum og smellum fyrir þvott. Sett í þurrkara á röngunni með tennisboltum/þurrkaraboltum á lágum hita. Þolir ekki þurrhreinsun. Má ekki vinda. Má ekki strauja

XS/S er eins og oversized S

M/L er eins og oversized L

Dömu fyrirsætan er 177 cm á hæð og hún er í stærð XS/S