Ægisíða
Ægisíða skeljakkinn er nútímaleg útgáfa af klassísku skeljökkunum okkar. Utanáliggjandi límdir saumar gefa jakkanum einstakt útlit og leggja áherslu á smáatriðin sem einkenna jakkann.
Þriggja laga vatnsfráhrindandi efnið í jakkanum er góður kostur fyrir hversdagslega notkun sem og létta útiveru.
Á jakkanum er tveggja sleða rennilás, fjórir renndir vasar að framan og vasi á ermi fyrir lyftukort. Snúrugöng í mitti og hettu svo auðvelt er að aðlaga jakkann, ásamt frönskum rennilás til að þrengja ermaop. Á Ægisíðu jakkanum er útsaumað 66°Norður lógó að framan og annað útsaumað Kríu lógó úr endurskini að aftan.
Þessi jakki er hannaður með mismunandi notkun í huga og er fullkomin fyrir þá sem vilja blöndu af tísku og virkni.
Herra fyrirsætan er 184 cm á hæð og hann er í stærð L
Dömu fyrirsætan er 180 cm á hæð og hún er í stærð M
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
100% polyamide
- Eiginleikar
Vatnsþolin
Andar
- Stíll
Skel- og léttir jakkar
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.