Ægisíða
Ægisíða dúnúlpan er einstaklega vönduð og hlý. Úlpan sækir innblástur sinn í Tind dúnúlpuna sem er ein af okkar vinsælustu flíkum. Ytra byrði Ægissíðu er úr léttu og vatnsfráhrindandi efni og er hún einangruð með VET-vottuðum andadún.
Úlpan býður upp á tvenns konar stíliseringu þar sem hægt er að snúa henni við og klæðast henni öfugri. Önnur hliðin líkist Tind dúnúlpunni með dúnskilrúmum og hin hliðin býður upp á nútímalegt útlit. Úlpan er stór í sniði og með tvo rennda vasa að framan. Á hettunni eru snúrugöng til að aðlaga snið og hægt er að taka hettuna af.
Þar að auki er hægt að breyta úlpunni í bakpoka sem getur nýst sem koddi á ferðalögum.
Herra fyrirsætan er 184 cm á hæð og hann er í stærð L
Dömu fyrirsætan er 180 cm á hæð og hún er í stærð M
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
87% polyamide, 13% elastane
- Ytra lag - Fóður
87% polyamide, 13% elastane
- Innra lag - Einangrun
90% andadúnn, 10% fjaðrir
- Stíll
Dúnúlpa
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.