Dyngja
Dyngja er úlpa byggð á dúnúlpu sem við framleiddum fyrst fyrir 16 árum. Flíkin er hönnuð fyrir daglegt líf í borginni eða til hvers konar útivistar á veturna. Úlpan er hér í sérstakri útgáfu og er einangruð með blöndu af endurnýttum gæsa- og andardún og er með 700 fill power.
Endurnýttur dúnn er fenginn úr notuðum dún fatnaði og yfirbreiðslum, hann er svo hreinsaður og unninn á nánast sama hátt og nýr dúnn og eru gæðin því fyrsta flokks. Með því að endurnýta dún er líftími hans lengdur í stað þess að afurðin hefði farið í landfyllingu.
Ytra efni úlpunnar er með Teflon™ vörn sem gerir efnið vatnsfráhrindandi svo að blettir og óhreinindi festast síður í efninu. Tveir renndir vasar að framan, hár kragi og hetta sem að hægt er að renna af.
Með úlpunni fylgir lógó endurskinsmerki sem fest er í rennilás á vasa.
Úlpan er stór í sniði og hentar öllum.
- Ytra lag - Aðal
100% polyester
- Innra lag - Einangrun
700 fill power: 80% blanda af endurnýttum gæsa- og andadún, 20% fjaðrir | RESPONSIBLE DOWN STANDARD
- Hentar fyrir
Dagsdaglega notkun
Skíði
- Stíll
Dúnúlpa