Vörumerki

Hönnunargildi
Þú ættir ekki að þurfa að kaupa nýja flík þegar þú ætlar út að hlaupa í stað þess að hjóla. Ein flík er betri en fjórar - frá sjónarhóli umhverfisins, buddunnar og fataskápsins þíns. Við viljum ekki fylla hann af allt of sérhæfðum skeljum, einangrunarlögum eða jökkum heldur ætti hver og ein flík ætti að hafa margs konar notagildi. Fötin okkar eru hönnuð með það að leiðarljósi.
Hagnýt, fjölnota hönnun
Flíkurnar okkar eru hannaðar fyrir margvíslega notkun fyrir fjölbreyttar aðstæður. Þær standa af sér jafnvel erfiðustu veðurskilyrði. Það á ekki bara við um „þrír fyrir einn“ jakka eins og Tvíodda eða fjölnota skel eins og Snæfell sem nota má í hjólreiðum, fjallgöngum, kajaksiglingum og annarri útivist, heldur er það þumalputtaregla í öllu okkar hönnunarferli. Það er okkar markmið að flíkurnar okkar endist á milli kynslóða og því gerum við engar málamiðlanir þegar kemur að efnisvali.
Við gerum þá kröfu að bæði náttúruleg efni og gerviefni séu í hæsta gæðaflokki og framleidd af heiðarleika, sanngirni og virðingu við náttúruna.
Það sem við notum
Efni
Við skuldbindum okkur til að vinna einungis með efni frá ábyrgum framleiðendum og birgjum sem uppfylla hæstu gæðakröfur.
Þjónusta
Á saumastofunni okkar í Garðabænum bjóðum við upp á að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær voru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.
Samfélag
Saman erum við 66°Norður.
Við vitum að gott starfsfólk er stærsti auður hvers fyrirtækis. Við leggjum okkur fram um að skapa starfsfólki okkar gott og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem það getur verið stolt af. Við viljum veita hæfileikaríku fólki á öllum aldri tækifæri til að njóta sín og vaxa í starfi.
Það er 66°Norður mikilvægt að starfsfólkið taki þátt í að móta framtíð fyrirtækisins hverju sinni. Árlega er haldinn stór fundur þar sem starfsmenn koma saman og skiptast á hugmyndum um hvernig má bæta 66°Norður bæði sem vinnustað og fyrirtæki. Vinnan á þessum fundum hefur verið þróuð áfram með ýmsum hætti, til dæmis í áætlun 66°Norður um að nota eingöngu endurnýjanlega orku í verslunum og skrifstofum.